Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
40 ára fangelsi fyrir fáfræði?
Í hvaða ríki heims gætu kennarar átt á hættu 40 ára fangelsi fyrir að nemendur þeirra sjái efni á netinu sem er yfirvöldum ekki þóknanlegt? Norður-Kóreu? Kína? Sádi-Arabíu?
Nei, í Bandaríkjunum.
Julie Amaro var afleysingakennari sem kenndi 7. bekk grunnskóla í Connecticut. Hún var ekki mjög tölvufróð og vissi ekkert hvað hún átti að gera þegar endalaus straumur af klámfengnum "pop-up" myndum tók að birtast á tölvunni í skólastofunni. Tölvu sem ekki var varin af eldvegg eða "pop-up blocker " og hafði aðeins úrelt veiruvarnarforrit.
Hún hefði getað slökkt á tölvunni, eða ýtt á Ctrl-Alt-Del, kallað up Task Manager og skotið niður vafrann, en nei - hún hljop yfir á kennarastofuna að leita aðstoðar.
Stór mistök, en eins og Púkinn sagði...hún var ekki mjög tölvufróð.
Til að gera langa sögu stutta var hún kærð fyrir að stofna velferð barna í hættu ("endangering the welfare of children by exposing them to porn") - ein kæra fyrir hvert barn sem staðfest var að hefði séð klámmyndirnar. Fullyrðingar saksóknara (sem voru í besta falli ósannaðar, en í versta falli meinsæri), um að hún hefði beinlínis verið að skoða klámsíður bættu ekki stöðu hennar.
Juli Amaro var fundin sek af kviðdómi. Dómur verður kveðinn upp í byrjun mars, en samkvæmt lögum Connecticut gæti hún átt 40 ára fangalsi yfir höfði sér.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.