Heilsuhótel?

heilsuvPúkinn hefur ekki átt erindi í gömlu heilsuverndarstöðina við Barónsstíg áratugum saman og ber engar sérstakar tilfinningar til byggingarinnar sem slíkrar.

Byggingin er hins vegar reisuleg og gæti sjálfsagt orðið hið ágætasta hótel.  Að því gefnu að hægt sé að samræma nauðsynlegar breytingar við þær friðunarkröfur sem eru gerðar.

Það sem Púkanum finnst hins vegar furðulegt við þetta er hvernig einhver et tilbúinn til að fjárfesta í hótelbyggingu um þessar mundir, með tilliti til þess fjölda hótela sem er í byggingu eða á teikniborðinu.  Fer þessi markaður ekki að mettast?

Nema...auðvitað, ef hótelið á að höfða til einhvers sérstaks markhóps - á þetta e.t.v. að vera heilsuhótel?


mbl.is Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Nú vil ég ekki hljóma leiðnilega, en má ekki segja að miklar líkur séu á að markaðurinn sé ekki að mettast þar sem það er enn bullandi áhugi á því að kaupa og stofna hótel ? Þetta s.s. kallar á aðra spurningu; hvenær "mettast" markaðurinn, þegar það eru hótelherbergi fyrir alla sem koma hingað? Varla .. þá værum við bara með eina tegund af gosdrykk til sölu út í búð.

Ómar Kjartan Yasin, 21.2.2007 kl. 23:35

2 Smámynd: Púkinn

Þetta er spurning um hvort eftirspurnin eykst í hlutfalli við aukið framboð.  Ef öll þessi nýju, fínu hótel standa alltaf hálfauð, þá er ljóst að einhverjir hóteleigendur munu lenda í vandræðum.

Púkinn, 22.2.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband