Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Ekki eru allar rafhlöður eins
Púkanum finnst það gott mál að gert sé átak í því að safna saman ónýtum rafhlöðum, en saknar þess svolítið að ekki sé minnst á það að ekki eru allar rafhlöður jafn slæmar.
Nikkel-Kadmíum endurhlaðanlegar rafhlöður eru mjög slæmar hvað mengun varðar, en þeim fer sem betur fer fækkandi, þar sem Nikkelmálmhýdríð rafhlöður eru að koma í stað þeirra. Þar sem þessar rafhlöður eru endurhlaðanlegar er líftími þeirra hins vegar mjög langur.
Kvikasilfursoxíðsrafhlöður eru jafnvel enn verri, en þær voru mjög útbreiddar í myndavélum fyrir nokkrum áratugum. Þar sem bannað er að framleiða þær eða selja í mörgum löndum hefur notkun þeirra hins vegar minnkað verulega.
Rafhlöður sem innihalda liþíum, zink eða silfur (en það eru flestar þær litlu rafhlöður sem eru til að mynda notaðar í myndavélum) eru einnig mengunarvaldar, en ekki eins slæmar og þær fyrrnefndu.
Venjulegar "alkaline" rafhlöður eru hins vegar illskástar, enda innihalda þær ekki eitruð efni í sama mæli og fyrri tegundirnar.
Blýrafgeymar af öllum stærðum eru síðan alveg sérstakur kafli út af fyrir sig.
Hvetja til þess að ónýtum rafhlöðum verði skilað til úrvinnslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Tókstu eftir í fréttatímanum að endurhlaðanlegar rafhlöður voru saman við einnota batterí.
Kv SES
Sigurður Einar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.