Falsaður tölvupóstur í ÞINNI tölvu!

emailÍ tilefni umræðunnar um meintar falsanir á tölvupósti í Baugsmálinu finnst Púkanum við hæfi að minna á að verulegur hluti þess tölvupósts sem er í umferð er einmitt falsaður.

Hér á Púkinn að sjálfsögðu við ruslpóst sem hefur verið gerður þannig úr garði að meintur sendandi er allt annar en raunverulegur sendandi.  "Haus" póstsins er þannig falsaður og stundum einnig hluti þeirra upplýsinga sem fylgja póstinum um leið hans í gegnum Netið.

Þetta er ástæða þess að margir fá tölvupóst þar sem þeim er sagt að tölvupóstur þeirra (sem þeir kannast ekki við) hafi ekki komist til skila, en þá hefur póstfang þeirra verið sett sem póstfang sendanda.  Erfitt er að berjast gegn þessu nema með endurbótum á öllu kerfi póstsendinga á Netinu.

Hin tegund falsana felst gjarnan í því að halda "hausum" póstsins óbreyttum en breyta innihaldinu og prenta síðan breytta bréfið út.

Sendendur geta að hluta verndað sig gegn þessu með notkun rafrænna undirskrifta.


mbl.is Falsaðir tölvupóstar og samsæri í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband