Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
80 þúsund króna morgunverður?
Viltu borga 80 þúsund krónur fyrir morgunverðinn? Þú getur gert það á Le Parker Meriden hótelinu í New York, ef þú pantar þér þessa eggjaköku hérna.
Uppskriftin inniheldur egg og humar - já og rúmlega 280 grömm af sevruga kavíar.
Verðið er 1000 dollarar, en síðan þurfa menn eitthvað að drekka og svo verður að bæta við þjórfé eins og hefðin er í New York.
Þetta lítur nú nokkuð girnilega út, en er það 80 þúsund króna virði?
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Ferðalög | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.