Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Framtíð nýsköpunarfyrirtækja
Púkinn fagnar því þegar nýsköpunarfyrirtækjum gengur vel, en hins vegar er hann svolítið svartsýnn á köflum hvað framtíð nýsköpunarfyrirtækja almennt varðar.
Það verður nefnilega að segjast eins og er að ólíkt því sem gerist í löndum eins og Írlandi og Kanada, þá hefur stuðningur íslensskra stjórnvalda við nýsköpun verið ómarkviss og óáreiðanlegur.
Púkann grunar að ástæðan sé hugsanlega sú að stjórnmálamenn skilji hreinlega ekki hátækni.
Púkinn gæti haldið langa ræðu um það hvernig stefna stjórnvalda virðist stundum vera sú að hrekja nýsköpunarfyrirtæki úr hátæknigeiranum úr landi, en sú grein verður að bíða betri tíma.
Samt tekst sumum að gera athygliverða hluti og Púkinn verður nú að viðurkenna að fyrir 10 árum síðan hefði hann ekki átt von á að Íslendingar myndu flytja út búnað sem er eiginlega á mörkum þess að teljast hergögn.
Hafmynd handhafi Nýsköpunarverðlauna í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.