Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Á hvaða leið eru tryggingarfélögin?
Er réttlátt að tryggingartakar borgi iðgjöld í samræmi við áhættu?
Púkinn var að velta þessu fyrir sér og niðurstaða hans var "stundum já, stundum nei".
Skoðum fyrst bílatryggingar. Tryggingarfélögin hafa óskað eftir upplýsingum um ökuferil ökumanna, þannig að þau geti látið þá sem eru t.d. ítrekað teknir fyrir hraðakstur eða slíkt borga hærri iðgjöld en aðra.
Þessari beiðni var hafnað, en hvað þetta mál varðar er Púkinn alfarið á bandi tryggingarfélaganna - það að aka of hratt er ákvörðun sem hver ökumaður tekur fyrir sig og Púkanum finnst ekki nema réttlátt að menn taki afleiðingunum af eigin hegðun.
Skoðum næst sjúkdómstryggingar. Púkanum finnst til dæmis á sama hátt eðlilegt að reykingarmenn borgi hærri iðgjöld en aðrir og með sömu rökum - fólk verður að taka afleiðingum eigin heimsku.
Hvað erfðagalla varðar snýst dæmið hins vegar við að mati Púkans þar sem tryggingartakinn getur á engan hátt borið ábyrgð á þeim göllum. Þar ætti áhættan að dreifast á allt samfélagið.
Læknafélagið: Reynt að skipta þjóðinni upp í hreinan kynstofn og hina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.