Fimmtudagur, 26. september 2013
Ættleiðingar og Íslendingabók
Púkinn vill benda á að þótt sá einstaklingur sem hér um ræðir geti ekki fengið rétt ætterni sitt skráð á opinbera pappíra, þá getur hann fengið upplýsingarnar skráðar í Íslendingabók ef honum svo sýnist.
Þar gildir nefnilega sú regla að ættleiddur einstaklingur ræður því almennt sjálfur hvort hann er þar tengdur blóðforeldri eða kjörforeldri.
Það er að vísu sú undantekning að hafi blóðforeldrið gefið barnið til ættleiðingar og skrifað undir alla lögformlega pappíra því viðkomandi, þá hefur blóðforeldrið rétt til að hafna því að barnið sé tengt við sig, enda telst viðkomandi þá ekki lengur foreldri viðkomandi í lagalegum skilningi.
Samkvæmt fréttinni mun þetta hins vegar ekki vera raunin hér - báðir aðilar virðast sáttir við fjölskyldutengslin og Púkinn vill því hvetja viðkomandi til að senda Íslendingabók upplýsingar um sig - hafi þeir ekki gert það nú þegar.
Ættleiðing verður aldrei aftur tekin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 09:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.