Ertu eldri borgari (í anda) ?

old_ladyPúkinn átti nýverið leið inn á vef Námsgagnastofnunar og rakst þar á síðu um orð í máli eldra fólks.

Púkanum brá.  Það er nefnilega þannig að Púkinn vill ekki telja sig eldri borgara, en hann þekkti nánast öll orðin á listanum og notar sum þeirra reglulega.

Púkinn notaði síðan þennan lista til að búa til "eldriborgarapróf", sem hann lagði fyrir ættingja og vinnufélaga.

Prófið er í 3 hlutum:

  1. Þú færð 1 stig fyrir hvert af þessum orðum sem þú þekkir og 3 stig fyrir hvert sem þú notar reglulega: altan, betrekk, húmbúkk, kamína og útstáelsi.
  2. Þú færð 2 stig fyrir hvert af þessum orðum sem þú þekkir og 5 stig fyrir hvert sem þú notar reglulega: bíslag, bolsía, dannaður, gallósíur og kaskeiti.
  3. Þú færð 5 stig fyrir hvert af þessum orðum sem þú þekkir og 10 stig fyrir hvert sem þú notar reglulega: blankskór, fortó, gesims, ranimosk og sufflör.

Niðurstaðan:

Færri en 20 stig: Þú ert ung(ur) í anda

20-40 stig: Þú þykir svolítið forn í tali.

Fleiri en 40 stig: Fólk undir fertugu á erfitt með að skilja þig.  Kannski ertu bara svona gömul sál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Friðgeir Björnsson

Hm. Fær maður stig bæði fyrir að þekkja og nota, þeas, er hámarks stigafjöldi fyrir 1. hluta 15 (5*3) eða 20 (5*3+5*1)?

Ekki það að ég hafi áhyggjur eða að þetta skilji milli niðurstöðuflokks. Ég er enda forn í tali. Sér í lagi ef ég er að tala við einhverja sem skilja þetta líka. 

Björn Friðgeir Björnsson, 28.2.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband