Fimmtudagur, 1. mars 2007
Líkamsrækt fyrir striplinga
Nú nefur Púkinn ekkert á móti striplingum, þótt hann hafi aldrei haft neina sérstaka þörf á að striplast á almannafæri.
Púkinn hefur heldur ekkert á móti líkamsræktarstöðvum - svo lengi sem hann er ekki neyddur til að fara þangað sjálfur.
Það sem Púkinn á hins vegar erfitt með að skilja er hvort þetta tvennt fari vel saman - það hlýtur að vera svolítið óþægilegt fyrir suma að hlaupa á hlaupabraut eða hamast á róðrarvél með allt dinglandi út í loftið, eða sveiflandi fram og aftur.
Þetta er reyndar ekki alveg nýtt. Hér á arum áður voru einhverir íslenskir góðborgarar sem stunduðu sínar Mullersæfingar naktir í Öskjuhlíðinni og annars staðar. Einnig munu sjálfsagt einhverjar nektarnýlendur bjóða upp á þessa þjónustu.
Púkinn setti enga mynd með þessari grein, en áhugasamir geta t.d. farið hingað.
Mikill áhugi á líkamsrækt fyrir nakta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.