Púkinn sammála Samfylkingunni - hvað er að gerast???

128Púkinn hefur almennt verið algerlega ósammála nánast öllu sem kemur frá Samfylkingunni.

Núna, hins vegar - í fyrsta skipti í langan tíma - kemur frá þeim gáfuleg hugmynd sem Púkinn getur verið sammála.

Það að lækka fargjöld í strætó allverulega er góð leið til að auka notkunina, jafnvel þannig að heildartekjurnar rýrni ekki nándar nærri eins mikið hlutfallslega og gjöldin lækka.

Það gæti jafnvel skeð að tekjurnar myndu standa í stað og færri einkabílar í umferð myndu leiða til ávinnings fyrir Reykvíkinga í heild.

Púkinn er hins vegar að velta fyrir sér hvort á bak við þetta séu dulin pólítísk skilaboð.  Er Samfylkingin e.t.v. að gefa í skyn að hún sé þrátt fyrir allt ekki andvíg umtalsverðum skattalækkunum?  Á sama hátt og lækkun fargjalda gæti þýtt að fleiri myndu ferðast með strætó, gæti lækkun (jaðar)skatta valdið því að fólk myndi vinna meira, gerast áræðnara í fyrirtækjastofnun og skatttekjurnar kæmu á endanum úr fleiri vösum.

Annars snertir þetta mál Púkann bara óbeint - hann tekur aldrei strætó, því þar eru hundar ekki leyfðir - Púkinn labbar bara með hundinn sinn í vinnuna, en allt sem getur dregið úr svifryksmengun er framfaraskref að mati Púkans.


mbl.is Lagt til að fargjald í strætó lækki í 100 krónur í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fræðingur

Sendu nú gullvagninn að sækja mig :P

Fræðingur, 1.3.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband