Að kenna öskubökkum að standa upp

Narconon4aPúkinn hefur aldrei skilið hvað veldur því að fólk fellur fyrir svona þvættingi.  Meðferð Narconon er óneitanlega óhefðbundin og virðist aðallega felast í því að gefa fíklum ofurskammta af B3 vítamíni, magnesíum og kalki og láta þá sitja klukkutímum saman í gufubaði.

Einnig felur meðferðin í sér ýmsar æfingar, en ein þeirra (TR8) felst í því að sjúklingarnir skipa öskubakka að standa upp og setjast síðan aftur og þakka öskubakkanum síðan fyrir eins hátt og þeir geta.

Púkinn er nú enginn sérfræðingur á sviði fíkniefnameðferðar, en hann fær nú samt ekki alveg séð samhengið.

Fullyrðiingar þeirra um 80% árangur virðast einnig vafasamar - eina raunverulega rannsóknin sem hefur verið framkvæmd af óháðum aðila sýndi 6.6% árangur meðferðarinnar - mun lægra en sá 20-30% árangur sem telst gjarnan nást með hefðbundari meðferðum.

Það sem Púkanum finnst reyndar furðulegast af öllu er að sumir þeirra sem gagnrýna Narconon og vísindakirkjuna sem háværast eru meðlimir trúarsamtaka, sem sumir hverjir bjóða upp á sínar eigin "óhefðbundu" meðferðir gegn sama vandamáli.  Það er þetta með steinana og glerhúsin...


mbl.is Travolta segir að Vísindakirkjan hefði getað komið Önnu Nicole til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband