Of latur til að sækja bjórinn?

bjorkastFinnst þér gott að sitja í sófanum, horfa á sjónvarpið og sötra bjór, en átt í vandræðum því þú nennir ekki að standa upp og sækja bjórinn í ísskápinn?

Ef svo er, þá er þetta fyrir þig - ísskápur með innbyggðum bjórkastara.

John Cornwell hannaði ísskáp með fjarstýringu sem tekur 24 bjórdósir.  Þegar hann ýtir á takka í fjarstýringunni fer í gang lyfta, sem sendir eina dós upp í bjórvörpuna, sem hendir dósinni síðan yfir til notandans.

John segir að líkurnar á að fá dósirnar í höfuðið minnki með aukinni notkun.

Unnt er að sjá tækið í notkun hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: birna

þetta er ekkert nema snilld !

:]

birna, 2.3.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Kolla

haha, gargandi snild :Þ

Kolla, 10.3.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband