Föstudagur, 2. mars 2007
Að lifa í fótbolta...
Sumir lifa fyrir fótbolta. Núna býðst þeim hið fullkomna fótboltahús, sem inniheldur lítinn eldhúskrók, rúm og sjónvarp.
Húsin eru framleitt af Kimidori Kenchiku fyrirtækinu í Japan og þau eru sögð skotheld og veita vörn gegn fellibyljum, jarðskjálftum, eldi og hryðjuverkaárásum.
Púkinn veltir hins vegar fyrir sér hvort Íbúðalánasjóður veiti 90% lán til kaupa á svona húsi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.