Lömunarveiki og samsæriskenningar

PolioÞað er dapurlegt að það hafði næstum tekist að útrýma lömunarveiki í heiminum fyrir nokkrum árum - í árslok 2004 voru aðeins rúm 1200 tilvik í heiminum,  en þá kom sá orðrómur upp í nokkrum múslímaríkjum að bóluefnið væri hluti af bandarísku samsæri til að gera börn múslíma ófrjó.

Nokkrir trúarleiðtogar í Nígeríu básúnuðu þetta út og samsæriskenningin breiddist út um hinn íslamska heim.

Nú í dag er lömunarveikin búin að ná sér á strik í sex löndum (Afghanistan, Egyptalandi, Indlandi, Níger, Nígeríu og Pakistan) og stök tilvik í nokkrum öðrum löndum.

Þótt yfirvöld í Bangladesh séu að bregðast við af skynsemi er staðan því miður sú í sumum öðrum löndum að ekki er unnt að framkvæma bólusetningar vegna aðstöðu klerkanna.

Enn eitt dæmi um hvernig fordómar af trúarlegum rótum geta verið skaðlegir.


mbl.is Herferð gegn lömunarveiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér þetta eitthvað skrítið? BNA boða vestrænt lýðræði og frelsi með Biblíuna í annarri hendinni og byssuna í hinni, þ.e.a.s. takið okkar játingu eða farið yfir móðuna. Ég held að þegar fólk er búið að koma heim frá vinnu til sundursprengdra heimila vegna made in usa þá séu hlutir eins og vantraust á usa nokkuð ofarlega í huga.

Magnús (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Púkinn

Ég sagði ekki að þetta væri skrítið - ég sagði mér þætti þetta dapurlegt.

Púkinn, 2.3.2007 kl. 19:14

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búin að vera hér inni á blogginu í smá tíma og lesa nokkrar færslur... kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Fræðingur

Það er skelfilegt að heyra um svona. Síðan má reyndar ekki gleyma því að mislingar og fleiri sjúkdómar eru byrjaðir að koma aftur sterkir inn þökk sé áróðri gegn bólusetningum af hálfu ákveðinni aðila.

Fræðingur, 2.3.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband