Sunnudagur, 4. mars 2007
Hjálparhundar
Þegar Púkinn fjallar um það sem aflaga fer í þjóðfélaginu er það venjulega á léttu nótunum. Stundum kemur það þó fyrir að Púkinn rekst á frétt sem er þess eðlis að alvarlegri umfjöllun er við hæfi.
Margir landsmenn muna sjálfsagt eftir að hafa séð umfjöllun í sjónvarpinu um Harald Sigþórsson sem bundinn er við hjólastól og hundinn hans, Tinna, sem meðal annars er þjálfaður til að opna dyr og taka upp hluti sem eigandinn missir á gólfið.
Hundana má hins vegar nýta á marga aðra vegu og Púkinn rakst nýlega á umfjöllun um Canine Partners sem þjálfar hunda til að gera hluti eins og að setja þvott í þvottavélar og taka út úr hraðbönkum.
Þannig sérþjálfaðir hundar geta stórbætt líf eigenda sinna og það er skoðun Púkans að sjtjórnvöld ættu að styðja slíkt. Í fyrsta lagi ætti að setja reglur um aðgengi þjálfaðra aðstoðarhunda, hvor sem þar er um að ræða hjálparhunda fyrir fatlaða eða blindrahunda, þannig að almennt sé óheimilt að vísa eigendum þeirra frá fyrirtækjum eða stofnunum þar sem þeir séu með hund. Í öðru lagi ætti að niðurgreiða þjálfunarkostnaðinn, sem getur verið um ein milljón.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.