Bless, bless glóperur

bulbsUmhverfisráðherra Ástralíu, Malcolm Tunbull hefur tilkynnt þá fyrirætlun sína að banna sölu á glóperum frá og með árinu 2010, en með því að skipta slíkum perum út fyrir sparperur ætti að vera hægt að draga úr raforkunotkun heimula um allt að 16% og lækka rafmagnsreikninginn sem því nemur.

Sparperurnar eyða ekki bara mun minna rafmagni en glóperur sem lýsa jafn vel, heldur eru þær einnig ódýrari til lengdar - hver sparpera er ef til vill 5 sinnum dýrari en sambærileg glópera, en endist 8 sinnum lengur, þannig að til lengri tíma litið er verulegur sparnaður af notkun þeirra.

Það er að vísu ekki unnt að nota sparperur alls staðar - þær ganga til dæmis ekki þar sem ljósastyrk er stýrt með "dimmer", en Púkinn notar sjálfur sparperur þar sem hann getur og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Púkanum finnst líka að íslensk stjórnvöld ættu að taka ástralska kollega sína sér til fyrirmyndar, nú eða bara að ganga á undan með góðu fordæmi og nota sjálfir sparperur þar sem því verður við komið. 

Púkinn er nefnilega stundum svolítill aurapúki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk fyrir vísbendinguna... ég ætla hafa þetta í huga næst þegar ég kaupi peru. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband