Þjóðareign - merkingarleysa

Það er ýmislegt sem Púkinn skilur ekki.  Eitt af því er hvernig mönnum dettur í hug að stjórnarskrárákvæði um sameign þjóðarinnar myndi hafa nokkra þýðingu, aðra en bara táknræna.

Púkinn man ekki betur en svo að í Sovétríkjunum hafi til dæmis verksmiðjurnar verið sagðar sameign þjóðarinnar - en það hafði enga þýðingu fyrir verkamennina sem unnu í þeim.

Það er nefnilega ekki eignarrétturinn sem skiptir máli í þessu sambandi, heldur afnota- eða nýtingarrétturinn.  Þótt svo færi að umrætt ákvæði yrði sett inn í stjórnarskrána, er ekki þar með sagt að það myndi hafa nokkra þýðingu varðandi það hverjir mega nýta sér auðlindina og á hvaða hátt.

Púkinn er þess fullviss að þótt þessi breyting yrði gerð myndu menn finna sér einhverja ástæðu til að hrófla ekki við fiskveiðistjórnunarkerfinu.


mbl.is Eyjamenn lýsa efasemdum um auðlindaákvæði í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband