Fimmtudagur, 8. mars 2007
Útflutningur á upplýsingatæknivörum
Púkanum þótti þetta lágar tölur og athyglivert að verðmæti útfluttra upplýsingatæknivara sé aðeins 0.4% af verðmæti sambærilegra innflutningsvara. Svo fór Púkinn að skoða þetta nánar og málið skýrðist.
Sá tölvubúnaður sem við Íslendingar flytjum út er ýmist mjög sérhæfður, eða aðeins hluti af stærri kerfum. Við erum ekki samkeppnisfær við láglaunasvæði í Asíu varðandi fjöldaframleiðslu á vörum fyrir almennan markað - það myndi engum heilvita manni detta í hug að setja upp samsetningarverksmiðju hér á landi.
Nei, við Íslendingar getum ekki keppt við færiböndin og möguleikar á að auka útflutning liggja á öðrum sviðum, eins og þróun á mjög sérhæfðum búnaði, eða á hugbúnaði, en í þessum tölum er sala íslenskra fyrirtækja á hugbúnaði ekki meðtalin.
Ef upplýsingatæknin væri skoðuð í heild, að hugbúnaðarútflutningnum meðtöldum er nokkuð víst að hlutfallið yrði betra en 0.4%.
Upplýsingatæknivörur fluttar út fyrir 840 milljónir árið 2005 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.