Jafnan rétt til hvers?

equalityÞegar spurt er hvort karlar og konur hafi jafnan rétt, þá vantar að mati Púkans eitt inn í þá spurningu ... jafnan rétt til hvers?

Er verið að spyrja um jafnan rétt til þess sem flestir telja sjálfsögð mannréttindi nú orðið?  Jafnan rétt til menntunar?  Jafnan rétt til heilbrigðisþ.jónustu?  Jafnan rétt til aðgangs að opinberun stofunum?  Nú orðið er erfitt að finna dæmi um mismunun á þessu sviði, miðað við það sem var áður.

Eða....

Er verið að tala um jafnan rétt til jafnra launa?

Púkinn er að sjálfsögðu fylgjandi því að jafn hæfum einstaklingum, með sömu menntun og reynslu séu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni, háralit eða skóstærð.  Þessi atriði skipta Púkann í sjálfu sér ekki máli. 

Fólki hættir hins vegar til að horfa á launamun karla og kvenna án þess að takl fullt tillit til hæfni, reynslu og menntunar. 

Vandamálið sem Púkinn á við að stríða er annað.  Þegar í fyrirtæki Púkans eru í boði störf sem krefjast lítillrar menntunar eða reynslu, sækir jafnt hlutfall karla og kvenna um. Þegar í boði eru tæknileg störf, sem krefjast menntunar og/eða reynslu er mikill meirihluta umsækjenda karlkyns.  Hvers vegna?

Sem stendur er Púkinn til dæmis að auglýsa eftir Linux kerfisstjóra.  Allir umsóknir  sem hafa borist um það starf eru frá karlmönnum.  Púkinn myndi gjarnan vilja ráð femíniskískan kvenkyns Linux kerfissstjóra - en þeir bara virðast ekki vera til.

Meðan karlar og konur sækjast eftir mismunandi störfum er hætt við að launamunur hverfi ekki. 


mbl.is 56% Íslendinga telja konur hafa jafnan rétt og karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

En hvers vegna sækja konur þá ekki í hærra launuðu störfin í sama mæli og karlar?  Það þarf stundum að bera sig eftir björginni.

Púkinn, 8.3.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Skiptir menntun og reynsla þig jafn miklu og raunveruleg hæfni, Friðrik?

Steinn E. Sigurðarson, 8.3.2007 kl. 20:48

3 Smámynd: Púkinn

Ég var að tala um jafn hæfa einstaklinga með sömu menntun og reynslu - ég lagði þar ekki mat á í hvaða röð ég raðaði þessu.   Í sum störf eru hæfileikarnir mikilvægastir, í önnur er það reynslan.  Menntun hjálpar alltaf, en almennt lít ég nú bara á hana til að gera upp á milli tveggja jafn hæfra.  Almennt séð vil ég frekar hæffileikaríka einstaklinga án formlegrar menntunar en hæfileikasnauða með próf.

Hins vegar kemur þetta ekkert við umræðunni um kynjamuninn.

Púkinn, 9.3.2007 kl. 08:39

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já, þetta segjum við. Kvenkyns Linux kerfisstjóri? Þeir eru nú ekki margir... ennþá.

Haukur Nikulásson, 9.3.2007 kl. 23:47

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Því miður hef ég ekki hitt margar Línuxa gellur. Ég hef hins vegar lagt mitt lóð á vogarskálina, verið að kenna alls kyns upplýsingatækni í meira en tvo áratugi og þá síðustu árin mest kvenkyns nemendum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.3.2007 kl. 15:05

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég sá þú auglýstir eftir athugasemdum frá femínistum, ég tók það til mín. Sko, grundvallarmunurinn á körlum og konum (og nú er ég að tala almennt) er sá að karlmenn vaða gjarnan blint í sjóinn og hugsa um tækifæri á meðan konur eru aðeins varkárari og hugsa um ábyrgðina á bak við titilinn. Þetta er auðvitað rótgróið vandamál. Ef þú auglýsir sérstaklega eftir kvenkyns Lynux kerfisstjórum er ég viss um að einhverjar myndu þora að sækja um :)

Ps. þú spurðir um jafnan rétt til hvers... þegar búið er að leiðrétta launamismuninn og jafna út ójafnvægið í atvinnulífinu og á Alþingi þá skulum við endilega ræða um framhaldið.

Laufey Ólafsdóttir, 10.3.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband