Má bjóða þér bjórvömb?

beer_belly_prod_shotÞað hefur aldrei þótt eftirsóknarvert að vera með bjórvömb og talið merki um óheilbrigt líferni og hreyfingarleysi.

Nú er hins vegar bandarískt fyrirtæki farið að bjóða upp á bjórvambir til sölu -  á 40 dollara auk flutningskostnaðar.  Þetta er belgur sem hangir framan á maga viðkomandi, auk sogrörs þannig að ,menn geti fengið sér bjórsopa þegar þá langar til.

Áhugasömum er hér með bent á beerbelly.com

Fyrirtækið markaðssetur einnig útgáfu fyrir konur, undir  nafninu WineRack og er reyndar sem stendur að leita að fyrirsætum - þær sem hafa áhuga eru beðnar að senda fyrirtækinu tölvupóst með upplýsingum um skálastærð.

Það er sama hvað hver segir - Púkann langar ekki í bjórvömb í jólagjöf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Hehe, alt er nú til

Kolla, 9.3.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband