Föstudagur, 9. mars 2007
Má bjóða þér bjórvömb?
Það hefur aldrei þótt eftirsóknarvert að vera með bjórvömb og talið merki um óheilbrigt líferni og hreyfingarleysi.
Nú er hins vegar bandarískt fyrirtæki farið að bjóða upp á bjórvambir til sölu - á 40 dollara auk flutningskostnaðar. Þetta er belgur sem hangir framan á maga viðkomandi, auk sogrörs þannig að ,menn geti fengið sér bjórsopa þegar þá langar til.
Áhugasömum er hér með bent á beerbelly.com
Fyrirtækið markaðssetur einnig útgáfu fyrir konur, undir nafninu WineRack og er reyndar sem stendur að leita að fyrirsætum - þær sem hafa áhuga eru beðnar að senda fyrirtækinu tölvupóst með upplýsingum um skálastærð.
Það er sama hvað hver segir - Púkann langar ekki í bjórvömb í jólagjöf.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Hehe, alt er nú til
Kolla, 9.3.2007 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.