Sunnudagur, 11. mars 2007
Lottó og fátækt
Það er sjálfsagt að óska vinningshafa dagsins til hamingu, en hins vegar á Púkinn svolítið erfitt með að skilja þá sem taka þátt í Lottóinu, eða happdrættum yfirleitt.
Sér í lagi er þetta illskiljanlegt þegar um er að ræða fólk sem telur sig búa við kröpp kjör og tekur þátt í von um að bæta eigin hag, en ekki til að styðja aðstandendur happdrættisins.
Það er staðreynd að í heildina, til lengri tíma litið tapar fólk á því að taka þátt í happdrættum - meðaljóninn fær færri krónur til baka en hann leggur í þetta. Það er að vísu alltaf von um "stóra vinninginn", en líkurnar eru á móti því - að meðaltali tapar fólk fleiri krónum en það fær til baka.
Nei, fólk sem er að kvarta undan því að hafa of fáar krónur á milli handanna ætti að byrja á að skera niður óþarfa eins og happdrætti og reykingar - þá fyrst er hægt að taka mark á kvörtununum þeirra.
Einn fékk fimmfaldan lottópott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Lífið er ekki meðaltalsútreikningur
Ef ég væri láglaunamanneskja, eða öryrki og sæi ekki fram á að eiga neinn möguleika (=0.0%) á að verða rík
þá væri lotto ágætur kostur, því þar get ég keypt mér veika von (>0.0%) um ríkidæmi fyrir lítinn pening.
Speki dagsins í boði birnu
birna, 11.3.2007 kl. 13:40
Oft kaupi ég happdrættismiða til að styrkja tiltekinn málaflokk fremur en að reikna með stóra vinningnum. Íþróttahreifingin fær hagnaðinn af lottóinu, ásamt Öryrkjabandalaginu. En vinningsvonin er gulrótin.
Í okkar fámenna landi þekkja allir marga sem hafa unnið stóra vinninginn. Eitt sinn vann pabbi hæsta vinning í happdrætti Háskólans. Fyrrum vinnufélagi minn vann íbúð í happdrætti DAS. Tvo menn til viðbótar þekki ég sem unnu sitthvorn bílinn í bílahappdrættum. Þannig mætti áfram telja. Þegar vinningum rignir svona yfir ættingja og vini þá er raunhæft að ætla að röðin geti komið að mér.
Jens Guð, 11.3.2007 kl. 19:45
Lottó er bara skattur á heimskt fólk.
Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 20:16
Ég myndi ekki taka svo djúpt í árinni, en segi að Lottó er skattur á fólk sem kann ekki að reikna.
Sigurjón, 13.3.2007 kl. 04:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.