Viltu kaupa tungliš?

lunarmapŽaš er stundum hreint ótrślegt hversu hugmyndarķkir menn geta veriš žegar aš žvķ kemur aš hafa peninga af öšrum į vafasaman hįtt.

Dennis Hope, fyrrverandi bśktalari og skósölumašur er einn af žeim hem hefur gengiš vel ķ višskiptum sķnum, sem eru į svolķtiš į grįu svęši, svo ekki sé sterkar aš orši kvešiš. Įriš 1980 gerši hann tilkall til tunglsins, og sķšar til margra annarra hnatta ķ sólkerfinu.  Hann hefur sķšan "selt" višskiptavinum landsskika (eša "tunglsskika") į $19.95 ķ nafni Lunar Embassy fyrirtękis sķns.

Bull?  Aš sjįlfsögšu, enda er enginn lagalegur grundvöllur fyrir tilkalli hans til tunglsins.  Tölur um višskiptavini eru reyndar į reiki, en salan nįši a.m.k. einni milljón dollara ķ fyrra.

Ašrir įlķka hugmyndarķkir einstaklingar selja stjörnurnar, eša réttara sagt, žiggja pening fyrir aš žykjast hafa skķrt viškomandi stjörnu ķ höfušiš į viškomandi.

Ķ bįšum žessum tilvikum fęr fólk sķšan fallegt śtprentaš skjal sem fer vel uppi į vegg, en gefur engan raunverulegan rétt, žótt margir višskiptavinanna haldi žaš.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Ebenezer Žórarinn Böšvarsson

Ef mašur er of jaršbundinn, hefšbundinn og reglubundinn veršur mašur aldrei rķkur!

Ebenezer Žórarinn Böšvarsson, 11.3.2007 kl. 14:46

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband