Ísland - hreinasta svifryk í heimi

smog-in-hong-kongJæja, svo Hong-Kong búar sem búa við umtalsverða loftmengun lifa nú lengur en Íslendingar.

Þetta er að sjálfsögðu enn eitt áfallið fyrir vesalings þjóðarsálina - ekki nóg með það að við eigum bara 17. besta vatn í heimi, heldur getum við ekki lengur haldið því fram að eiga tærasta loftið - Ætli sá heiður falli ekki Grænlendingum í skaut núna.

Það var orðið nokkuð ljóst að loftið hér í Reykjavík var orðið slæmt í vetur þegar sást til fólks með öndunargrímur á götum úti, en þetta er einmitt svið þar sem Hong Kong búar hafa mikla reynslu.

Kannski stefnan sé bara að leyfa menguninni að aukast, þangað til það eina sem við getum montað okkur af sé að vera með hreinasta svifryk í heimi.

Nei takk, segi ég bara.


mbl.is Íbúar Hong Kong þeir lífseigustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K Zeta

Það eru ekki eins langir biðlistar í Hong Kong og á Íslandi í hjartaþræðingu.  Kínverjar eru kannski betri að forgangsraða því þú kemst næsta dag hérna í brjóstastækkun en þarft að bíða í 7 mánuði eftir hjartaskoðun.

K Zeta, 20.3.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband