Mánudagur, 12. mars 2007
Týnd í fjögur ár á Íslandi?
Þessi frétt vakti Púkann til umhugsunar um hvort einhver gæti legið látinn heima hjá sér árum saman hér á Íslandi, án þess að það myndi uppgötvast.
Svipuð mál hafa komið fyrir hérlendis, en þá hefur verið um að ræða daga eða vikur, jafnvel mánuði, en aldrei ár. En samt, gæti þetta skeð? Það eru margir einstæðingar hér á landi, því miður, fólk sem á fáa eða enga vini og ættingja - fólk sem lifir út af fyrir sig og engir eftirlitsaðilar fylgjast með.
Fólk getur verið á bótum sem renna inn á reikning sem rafmagn, sími, hiti og jafnvel húsaleiga eru sjálfkrafa greidd af - það er helst skattskýrslan sem gæti valdið því að þetta uppgötvaðist - nú, eða þá lyktin.
Það er í rauninni ekki svo fáránlegt að þetta gæti gerst.
Því miður.
Myndin hér til hliðar er frá Tula í Rússlandi, en þar fannst lík sem hafði setið við borð í sex ár og var lýst sem "múmíu". Sjá hér.
Fannst á heimili sínu eftir að hafa verið týnd í fjögur ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.