Íslenska - gott mál

icelandicPúkinn fagnar þessari úthlutun, enda er íslenskunám ein mikilvægasta forsenda þess að þeir útlendingar sem hingað koma geti aðlagast íslensku þjóðfélagi.

Púkanum finnst hins vegar svolítið skorta á að upplýsingar um það íslenskunám sem er í boði séu aðgengilegar á þægilegan hátt, þannig að útlendingar geti fundið þær upplýsingar án aðstoðar íslenskumælandi aðila.

Það er hægt að nota Google til að leita að "íslenskukennsla" og þá finnur maður til að mynda síðu Alþjóðahússins, en þar eru allar upplýsingar á íslensku - sem er frekar gagnslítið fyrir útlendinga.  Þar eru einnig síður á fjölmörgum öðrum tungumálum, en engar upplýsingar virðist þar vera að finna um íslenskunámið.

Á vef Vinnumálastofnunar má finna upplýsingar á ensku, en þær eru takmarkaðar og virast ekki vera á fleiri tungumálum.

Er einhver staður þar sem upplýsingum um íslenskunám er safnað saman á helstu tungumálum?


mbl.is 90 milljónir króna veittar í íslenskukennslu fyrir útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Mér finnst þetta bara gott mál. Reyndar eru málaskólarnir að taka upp íslenskukennslu. Þar á meðal með Pólska kennara. Ég er með slatta af pólverjum í vinnu hjá mér. En því miður, er það þannig, að það eru ekki allir útlendingar tilbúnir til að læra okkar ástkæra, ylhýra. Það erum ekki bara við sem erum með kynþáttafordómana. Sumt af þessu fólki er með fordóma gagnvart okkur. Finnst tungumálið ljótt og veðráttan ömurleg Og við einstaklega leiðinleg þjóð.  Og það er ekki gott að vera með einstakling í vinnu, sem líður ömurlega á landinu, en getur samt ekki farið heim með góðu móti.Á mínum vinnustað, er byrðað að fara í gang með vinnutengt íslenskunám, þetta er á vegum alþjóðahússinns. Nemendur borga ekkert, allt á kostnað vinnuveitandans. Þannig bara gott mál.... maður getur þá kannski aðeins byrjað að tala við undirmenn sína

Fishandchips, 13.3.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Púkinn í þér er ágætur en hefur stundum ekki rétt fyrir sér. Á heimasíðu Alþjóðahússins er hægt að leita að upplýsingum á eftirtöldum tungumálum: Íslenska   English    Dansk   Deutsch   Español   Polski   Српски језик   عربي    Русский    Thai   tiếng Việt    Português

Sigurður Á. Friðþjófsson, 13.3.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Púkinn

Púkinn sá þær síður, en upplýsingar um íslenskunám þar virðast ekki jafn ítarlegar og þær sem eru á íslensku síðunni.....nema Púkanum hafi yfirsést eitthvað.

Púkinn, 14.3.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband