Miðvikudagur, 14. mars 2007
Tölvuleikir fyrir fullorðna
Verður fólk einhvern tímann of gamalt til að leika sér, eða breytast leikirnir bara eftir því sem fólk eldist?
Tölvuleikir eru óneitanlega vinsælir meðal margra barna og unglinga og þær niðurstöður að stór hluti fullorðinna spili tölvuleiki koma Púkanum ekki á óvart, síður en svo.
Vinnustaður Púkans er hugbúnaðarfyrirtæki og margir vina hans og kunningja eru menntaðir á því sviði, þannig að sá úrtakshópur er tæplega marktækur, en hlutfall tölvuleikjaspilara þar er mun hærra en 37%. Púkinn sjálfur hefur spilað tölvuleiki af einhverjum tegundum síðustu 30 árin, og á ekki von á að það breytist á næstunni.
Tölvuleikir ekki lengur bara fyrir börn og unglinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Spil og leikir | Facebook
Athugasemdir
Þetta er reyndar búið að vera þekkt mjög lengi í "bransanum". Þannig má meðal annars skoða tölfræði í þessa átt á síðum ESA (Entertainment Software Association) : http://www.theesa.com/facts/top_10_facts.php
Við, gömlu tölvuleikjahundarnir, eldumst nefnilega en erum ekkert á því að hætta að spila leiki ;-). Áhugaverða þróunin er samt sú að við höfum "minni tíma" - eða teljum okkur, að minnsta kosti, ekki getað skuldbundið okkur jafn mikið þegar kemur að tölvuleikjum. Þess vegna hafa kaffipásuleikir (Casual Games) notið sífellt meiri vinsælda af því að þeir eru hannaðir með "casual play" í huga. Nýjasta þróunin í þessu hefur svo að gera með Casual MMOGs en það er einmitt fyrirbæri sem ég - ásamt fyrirtækinu mínu - hef verið að skoða í all langan tíma. Mjög spennandi markaður. Minni þróunarkostnaður, minni áhætta og meiri möguleikar á að "slá í gegn"...
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 14.3.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.