Blúbb, blúbb í bílakjallaranum

ManhattanFlooded(bl)Nýlegar fréttir um flóð í bílakjöllurum vöktu Púkann til umhugsunar um möguleika á flóðum vegna hækkunar sjávarmáls.

Í því sambandi varð Púkanum hugsað til fyrirætlana um byggð á landfyllingum og þau vandræði sem almennt geta skapast við sjávarsíðuna ef saman fer hækkandi sjavarborð, stórsteymi og "röng" vindátt.  Hætt er við að fréttir af flóðum í bílakjöllurum verði þá algengari.

Til lengri tíma litið er auðvitað hrein heimska að búa alveg við sjóinn og það vita þeir sem ætla að byggja í Örfirisey mæta vel...en eftir nokkra áratugi verður það ekki þeirra vandamál.  Þangað til verða kaupendurnir bara að fara eftir "the greater fool theory" - sama hversu kaupin eru heimskuleg - þú getur sennilega fundið einhvern sem er enn heimskari en þú til að kaupa af þér...

...þangað til menn þurfa árabát til að komast að útidyrunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Það gæti orðið rosalega rómó að fara húsa á milli á gondólum (eða grásleppubátum ef það bregst) í bryggjuhverfinu.

Rúnar Óli Bjarnason, 14.3.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband