American Idol - "vote for the worst"

simonseacrestPúkinn horfir á American Idol í hverri viku. Púkinn hefur sömuleiðis horft á bresku X-Factor þættina frá upphafi.  Hvað íslensku útgáfurnar af þessum þáttum varðar, þá verður Púkinn hins vegar að viðurkenna að áhugi hans nær ekki svo langt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.  Málið er nefnilega það að stór hluti af aðdráttaraflinu sem þessir þættir hafa byggir á dómurunum.

Hvort þessi meinta spenna milli Simon og Ryan er raunveruleg eða bara leikin er síðan annað mál.  Þessir þættir eru jú framleiddir sem skemmtiefni fyrst og fremst og hluti af því að skapa þeim vinsældir er að skapa umtal.  Sama á við um þróunaraðstoðarferð Simon og Ryan til Afríku - kannski er Púkinn bara skeptískur að eðlisfari en hann er ekki sannfærður um að 100% einlægni liggi þar á bakvið.

Hvað um það, þetta er skemmtilegt sjónvarpsefni, en hvers vegna vill Púkinn ekki horfa á íslnsku útgáfuna?

Jú, dómararnir verða nefnilega sjálfir að hafa "X-faktorinn" - þetta óskilgreinanlega "eitthvað" sem virkar eins og segull á fólk.  Simon hefur þennan X-Faktor og sömuleiðis hinir dómararnir, bæði í American Idol og bresku X-factor þáttunum.  Hér á Íslandi - tja ... jú Páll Óskar hefur þetta, en það er bara ekki nóg.   Þess vegna horfir Púkinn ekki á íslensku þættina.

Reyndar vildi Púkinn minnast á annað þessu tengt.  Vefsíðan votefortheworst.com  rekur harða baráttu fyrir því að kjósendur kjósi lélegasta keppandann í hverri viku, og stæra þeir sig af því að aðstoða við að halda Sanjaya Malakar inni meðan aðrir hæfari keppendur eru sendir heim.

Púkinn veit ekki til þess að sambærilegar vefsíður séu hér á landi, en kannski er þeirra ekki þörf?


mbl.is Svívirðingar í American Idol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband