Gengissveiflur ofurkrónunnar

kronurTilfinningar Púkans til íslensku krónunnar eru nokkuð blendnar - svona eins og "love-hate relationship" milli fólks sem getur stundum ekki slitið sig hvort frá öðru, en öskrar á hvort annað þess á milli.

Síðustu árin hefur sambandið hins vegar verið á hraðri niðurleið.  Tekjur fyrirtækis Púkans eru að langmestu leyti í erlendum gjaldmiðli, en útgjöldin í íslenskum krónum.  Þetta setur ákveðinn þrýsting á sambandið þegar krónan er of sterk, þannig að Púkinn fær færri krónur fyrir hverja evru eða dollara.  Það er þó ekki endilega stærsta vandamálið.

Nei, stærsta vandamálið eru sveiflur krónunnar - þær gera allar áætlanir mun erfiðari en ella.  Hvernig í ósköpunum eiga útflutningsfyrirtæki að geta unnið í svona umhverfi? 

Og núna er manni sagt að búast við meiri sveiflum.  Úff. 

Púkinn vorkennir reyndar aumingja Seðlabankanum, sem veit vel að ofurkrónan er hægt og rólega að murka lífið úr útflutningsfyrirtækjunum og hrekja störf úr landi.  Hátt vaxtastig heldur krónunni uppi, en ef Seðlabankinn lækkar það er hætta á verulegu útstreymi gjaldeyris ef útgefendeur jöklabréfanna taka að ókyrrast - það gæti síðan valdið snörpu gengisfalli með verðbólguskoti eftir á.

Nei, það er ekki gaman að vera seðlabankastjóri í dag - sama hvað þeir gera eru þeir skammaðir. 


mbl.is Skiljanlegar áhyggjur en tóninn of neikvæður segir Landsbankinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Svona er þá reynslan af því að fleyta krónunni miðað við verðbólgumarkmið. Þá er verið að rugla saman orsök og afleiðingu, og ekki nema von að ofurkrónan sveiflist fram og til baka þegar sífellt er verið að fikta í henni. Nei, er ekki nóg komið af svona tilraunastarfsemi? Ég held að tíminn sé kominn að gengisfesta krónuna á gullfæti aftur, eins og var fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Það er víst að það yrði til að gera útaf við bæði sveiflurnar og verðbólguna.

Rúnar Óli Bjarnason, 15.3.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband