Föstudagur, 16. mars 2007
Gott hjá tryggingafélaginu
Púkinn hefur margítrekað þá skoðun sína að fólk verði að taka ábyrgð á gerðum sínum og taka afleiðingunum. Bíleigendur bera almennt ábyrgð á því hverjir aka bílum þeirra og í þessu tilviki er ljóst að bíleigandinn leyfði manni að aka bílnum sem ekki var þess trausts verður.
Púkinn á reyndar hreinlega bágt með að skilja rök þeirra sem vilja meina að tryggingarfélagið hefði átt að bæta skaðann, ekki nema þá þeir telji að kaskótryggingin fela líka í sér einhverja afglapatryggingu eigandans og að tryggingafélagið ætti síðan að endurkrefja ökumanninn um greiðslu tjónsins.
Sökin fellur á þá báða - eigandann sem sýndi það dómgreindarleysi að leyfa bróður sínum að nota bílinn og bróðurinn sem sýndi það dómgreindarleysi að aka ölvaður. Leyfum þeim að jafna þetta sín á milli. Tryggingarfélagið á ekki að bæta fyrir svona afglöp.
Fær ekki greidda kaskótryggingu vegna ölvunar ökumanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.