Fórnarlömb tölvuglæpa

fraud_computerÞað eru ekki bara þeir sem láta glepjast af upplognum lottóvinningstilkynningum og slíku sem er hægt að kalla fórnarlömb tölvuglæpa, heldur er einnig um annan hóp að ræða.

Það eru þeir sem eiga tölvurnar sem eru notaðar til að dreifa óþverranum um Netið. Þeir sem standa á bak við dreifingu efnisins nota sjaldnast sínar eigin tölvur - ef þeir gerðu það væri auðvelt að loka á þá.

Nei, í staðinn eru notaðar tölvur fólks sem hefur óafvitandi sett svonefndar "bakdyr" inn á tölvurnar sínar - forrit sem leyfa hvaða utanaðkomandi aðila sem er að yfirtaka tölvuna og nota hana til hvers sem er.

Eigandi tölvunnar þarf ekki einu sinni að verða var við athæfið, en getur lent í margvíslegum vandræðum, svo sem:

  • Þjófnaður á heimabanka- eða kreditkortaupplýsingum.
  • Lokun á nettengingu vegna ruslpóstdreifingar.
  • Tölvan notuð sem geymslustaður fyrir ólöglegt efni - allt frá stolinni tónlist til barnakláms.
  • Erfiðleikar í notkun tölvunnar - annar hugbúnaður virkar ekki sem skyldi.

Það er hins vegar þannig að margir verða ekki varir við að verið sé að misnota tölvur þeirra á þennan hátt.  því miður.


mbl.is Innrásir tölvuþrjóta jukust í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband