Þriðjudagur, 27. mars 2007
Burt með bókabúðir - inn með spilavíti!
Nú er illa komið fyrir þjóðinni sem einu sinni kallaði sig "bókaþjóð".
Bókabúðin við Hlemm leggur upp laupana og í stað hennar kemur stækkað og endurbætt spilavíti.
Hvað segir þetta um þróun íslensks þjóðfélags?
Íslendingar gefa jú enn hverjir öðrum mikið af bókum í jólagjafir - það er sterk hefð fyrir þeirri tegund "harðra pakka", en er bókalestur að öðru leyti ekki að dragast saman - sérstaklega meðal yngra fólks? Það er í sjálfu sér ekki skrýtið, það er svo miklu meira framboð af annars konar afþreyingarefni en fyrir nokkrum áratugum - fleiri sjónvarpsrásir og tölvuleikir til dæmis. Púkinn fær ekki betur séð en að bókamenning íslendinga sé á undanhaldi...því miður.
Spilavítin eru að sjálfsögðu önnur tegund afreyingar - afþreying sem sem beint er til heimskingja og fíkla. Það eru sjálfsagt einhverjir aðrir sem detta inn einstöku sinnum, en "fastakúnnarnir", þeir sem halda uppi rekstrinum eru annað hvort of heimskir til að átta sig á tilgangsleysi þess að henda peningunum svona frá sér, nú eða þá orðnir of háðir spilafíkninni til að geta hætt.
Það er skoðun Púkans að það ætti að loka þessum stöðum, ekki stækka þá.
Háspenna ætlar að stækka spilasal við Hlemm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.