Er matvöruverslunum treystandi til að selja áfengi?

liquorPúkinn hefur ekki látið sjá sig hér á blog.is síðustu vikurnar, enda hefur hann verið í fríi á sólarströnd, þar sem svo margt annað er hægt að gera en að hanga á Netinu.

Meðal þess var að sitja úti á góðum kvöldstundum, narta í osta og hráskinku og sötra rauðvín sem var keypt í matvöruversluninni á næsta horni.

Púkanum varð stundum hugsað til þess hversu notalegt það væri nú ef staðan væri svona á Íslandi - ef mann langaði í eina góða rauðvísflösku  væri nóg að skjótast út á næsta horn.

Ekki vantar áhugann hjá matvöruverslunum eða SVÞ, auk þess sem skoðanakannanir hafa sýnt að stór hluti landsmanna er fylgjandi því að léttvín og bjór verði selt í matvöruverslunum.

Hins vegar...

Púkinn er nefnilega ekki viss um að íslenskum matvöruverslunum sé treystandi til að selja léttvín. Í dag eru í gildi aldurstakmarkanir varðandi kaup á tóbaki, en reynslan hefur sýnt að á mörgum stöðum er auðvelt fyrir kaupendur undir þeim aldursmörkum að nálgast tóbakið.  Verslanirnar eru ekki að standa sig og ekki hefur Púkinn séð mikil merki þess að þessar verslanir séu sviptar heimild til að selja tóbak til lengri eða skemmri tíma, þannig að eftirlitið er ekki heldur í lagi.

Nú er það reyndar skoðun Púkans að tóbak sé mun hættulegra en léttvín, en hvað um það - samkvæmt landslögum gilda aldurstakmarkanir um kaup á hvoru tveggja. 

Ef verslunum er ekki treystandi til að selja tóbak nema til þeirra sem hafa náð tilsettum aldri, er einhver ástæða til að ætla að eitthvað annað verði uppi á teningnum með léttvínið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll og velkominn heim.

Ég hef mínar efasemdir, en hins vegar skil ég ekki af hverju þetta ætti ekki að vera hægt heima á Fróni eins og annars staðar.  Það er sýnt að vínmenningin er að breytast verulega og er það vel.  Þetta verður kannske hægt í framtíðinni á Íslandi.

Sigurjón, 20.4.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Kári Harðarson

Ég skil hvað þú ert að fara, púki.  Við getum ekki framfylgt umferðarlögum, við leggjum upp á gangstétt, og Spaugstofan afbakar þjóðsönginn án þess að gjalda fyrir það.

Á meðan við erum svona stjórnlaus ættum við ekki að fikta við þetta.

Kári Harðarson, 20.4.2007 kl. 15:09

3 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Tja, nú er bensín miklu hættulegra en bæði tóbak og léttvín. Enginn skiptir sér af því að það sé selt af einkaaðilum, og ekki veit ég til þess að það sé spurt sérstaklega um aldur og fyrri störf þegar fylla skal á bensínbrúsa.

Rúnar Óli Bjarnason, 20.4.2007 kl. 17:37

4 Smámynd: Oddný Vala Jónsdóttir

Það er ekki bara spurning hvort verslanir séu treystandi til að selja áfengi. Það er spurning hvort afgreiðslufólkið sé treystandi eða yfirhöfuð með leyfi til að selja áfengi. Skv. lögum þurfum við víst að vera 20 til að neyta áfengis. Hvað er afgreiðslufólk að meðaltali gamalt? Ég myndi gíska eitthvað um 16-17. Væri það ásættanlegt að 16 ára unglingur gæti selt áfengi? Ekki í mínum huga.

Já það er sú röksemd að þetta sé gert út í heimi en t.d. í englandi að þá mega krakkar undir aldri sem eru að vinna við kassa í búðum ekki selja þér áfengi nema yfirmaður sé viðstaddur. Þar sem fáir eða engir yfirmenn eru til staðar í kringum kassana hér á landi... hvernig á þá að gefa þessum ungum krökkum leyfi til að selja þér áfengi.

Oddný Vala Jónsdóttir, 22.4.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband