Sunnudagur, 22. apríl 2007
Að kaupa tónlist á Netinu
Það munu víst vera fáir sem slá Íslendinga út í iPod eign - miðað við fólksfjölda að sjálfsögðu. Púkanum finnst það þess vegna dapurlegt hversu erfitt það er fyrir Íslendinga að kaupa tónlist fyrir slík tæki.
Apple selur yfir 1.500.000 lög í gegnum iTunes Store, en því miður er Ísland ekki meðal þeirra landa sem geta nýtt sér þá þjónustu. Hún er í boði í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, en hvorki á Íslandi né Noregi.
Hvers vegna? Tja, annað hvort vill Apple ekki selja hingað, eða þeir hafa af einhverjum ástæðum ekki náð samkomulagi við samtök rétthafa tónlistarinnar um sölu til Íslands.
Á meðan þessi staða varir vex úr grasi kynslóð sem lítur á það sem sjálfsagðan hlut að stela tónlist í gegnum kerfi eins og Limewire - krakkar sem líta á þetta sem sjálfsagðan hlut því þau hafa ekki aðra möguleika til að nálgast stök lög fyrir iPod tækin sín.
Það er gott mál að lag Bjarkar skuli vera boðið til sölu, en betur má ef duga skal.
Smáskífa Bjarkar seld á netinu án afritunarvarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Sæll púki
Ég skal bjóða þér upp ná þér í tónlist á tónlistarvefnum Amie Street. Verðið á tónlistinn sem er sellt þar fer eftir því hversu vinsæl hún er. Auk þess þá er hún ekki með afritunarvörn.
Ef þú ferð inn á síðuna www.amiestreet.com og skrifar orðið iceland þar sem stendur promotional code þá færð um 2$ til þess að kaupa þér tónlist fyrir..
Ingi Björn Sigurðsson, 23.4.2007 kl. 11:17
Ágæti Púki.
Bendi þér líka á þá ágætu þjónustu emusic.com sem er að flestu leyti betra en iTunes, til að mynda hvað varðar DRM. Úrvalið er að vísu minna og kannski meiri jaðartónlist en þú hefur smekk fyrir, en þjónustan er fín.
arnim.
Árni Matthíasson , 25.4.2007 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.