Sunnudagur, 22. apríl 2007
"Hátæknilandið" Ísland
Púkinn lenti um daginn í rökræðum um framtíð hátækni á Íslandi. Þetta er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema hvað Púkinn fór að hugleiða mismunandi skilgreiningar á hátækni, og í framhaldi af því hvort öll hátækni væri æskileg hér á landi.
Sumir skilgreina "hátækni" sem notkun á þeirri tækni sem telst þróuðust á hverju sviði á hverri stundu. Samkvæmt því telst t.d. olíuhreinsunarstöð sem byggð er þannig að hún nýti sér nýjustu tækni til olíuhrinsunar vera "hátæknifyritæki".
Þetta er gott og blessað, það er bara ekki svona "hátækni" sem Púkinn vill sjá hér á landi - nei, Púkinn vill hátækni sem byggir á þekkingu og menntun. Fyrirtæki sem ekki byggja eingöngu á því að þjálfa starfsmenn til að nota innfluttan hátæknibúnað, heldur fyrirtæki sem nota menntun og þekkingu starfsmanna til að framleiða hátæknivörur.
Púkinn vill sjá fyirtæki í lyfja-, líftækni-, rafeinda, upplýsingatækni- og jafnvel fjármálageiranum. Fyrirtæki þar sem stór hluti starfsmanna hefur langskólamenntun og nýtir þá menntun við vinnu sína.
Púkinn er búinn að fá nóg af orkufrekum mengunarfyrirtækjum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er auðvitað bara hárrétt og ég vildi óska að það væru fleiri tilbúnir að taka á þessum málum hér og nú, ef við fáum nýja ríkisstjórn er ég bjartsýn, annars gæti róðurinn orðið þyngri.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2007 kl. 00:31
Þetta er auðvitað bara hárrétt og ég vildi óska að það væru fleiri tilbúnir að taka á þessum málum hér og nú, ef við fáum nýja ríkisstjórn er ég bjartsýn, annars gæti róðurinn orðið þyngri.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2007 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.