Ef það væri ekki fyrir innflytjendur...

victoria_family_tree_1901Eins og þeir vita sem þekkja Púkann þá hefur hann mikinn áhuga á ættfræði. 

Sú umræða sem hefur verið í gangi hérlendis um innflytjendur varð til þess að Púkinn ákvað að athuga hversu mikið væri um innflytjendur í ættum Íslendinga.  Landnámsmennirnir voru að sjálfsögðu innflytjendur síns tíma, en Púkinn vill nú líta fram hjá þeim og skoða bara innflytjendur seinni tíma - eftir siðaskipti til dæmis.

Niðurstöðurnar voru athygliverðar. 

Í ættartré Púkans má finna allnokkra inflytjendur og erlenda aðila sem höfðu hér viðdvöl um lengri eða skemmri tíma, svo sem danskan kaupmann, Westy Petræus, sem var hér um aldamótin 1800.

Púkinn tók sæmilega stórt handahófsúrtak af Íslendingum og athugaði ættartré þeirra.  Í allmörgum tilvikum fundust einhverjir svipaðir innflytjendur eða erlendir forfeður, en í einstaka tilvikum þurfti að fara lengra aftur í aldir, jafnvel allt til manna eins og Erasmusar, sonar Villadts, sem kom hingað skömmu eftir siðaskipti.

Í handahófsúrtaki Púkans ver hins vegar enginn sem hafði enga innflytjendur meðal forfeðra sinna, eða erlendar greinar í ættartrénu.

Niðurstaðan - jú, ef það væri ekki fyrir innflytjendur, þá værum við ekki hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband