Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Sóðabælið Reykjavík
Það er varla hægt að ganga um götur án þess að sjá útkrotaða húsveggi, ljósastaura og aðra fleti sem stráksóðarnir hafa útbíað.
Já, ég segi STRÁKsóðarnir, því það sama virðist gilda hér og erlendis að þetta eru nánast eingöngu strákar, gjarnan á aldrinum 10-14 ára, oft frá erfiðum heimilum, með lélega sjálfsímynd og gengur illa í skóla, hvort sem það er vegna athyglisbrests, greindarskorts eða einhvers annars.
Þeir krota "töggin" sín á veggi - heimskulegar skammstafanir eins og "AS", "SC", "HB", "LOO5" og svo framvegis - hafa sennilega ekki hæfileika til að gera neitt flóknara en það.
Púkinn ætlaði nú reyndar ekki að eyða tímanum í að vorkenna þessum greyjum, heldur að velta fyrir sér siðferðislegri ábyrgð byggingarvöruverslananna sem selja spreybrúsana hverjum sem er án takmarkana.
Það er sennilega til of mikils mælst að þessi fyrirtæki sýni svolitla ábyrgðartilfinningu og setji sjálfviljug einhverjar takmarkanir á þessa sölu - miðað við magnið af veggjakroti græða þeir sennilega þokkalega á þessu, fyrst á að selja spreybrúsana og síðan á að selja fórnarlömbunum efni sem ætluð eru til hreinsunar.
Skamm...skamm...skamm...
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Facebook
Athugasemdir
Held að þessir krakkar komi frá öllum tegundum heimila... og kaupa líka spray-brúsana sína í vinsælustu tískuverslun þessa aldurshóps, Exodus
Heiða B. Heiðars, 24.4.2007 kl. 13:25
Held það sé hægara sagt en gert að takmarka þetta... Í fyrsta lagi eru þessir brúsar oft notaðir í heiðarlegum tilgangi (innanhúss, einkalóðir o.s.frv), og í öðru lagi eru þetta ekkert alltaf krakkar. Ég veit til þess að fólk á þrítugsaldrinum stundi þetta. Og ef spreybrúsarnir yrðu takmarkaðir myndi fólk nota önnur úrræði. Á kannski að takmarka sölu á pennum og málningu líka?
Arfi, 25.4.2007 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.