Stríð er leikur

AABandaríski herinn á í stöðugt meiri erfiðleikum við að vekja áhuga sjálfboðaliða, enda ekki skrýtið vegna stöðugs fréttaflutnings af mannfalli í Írak.

Meðal þeirra leiða sem þeir nota til að vekja áhuga vænlegra umsækjenda, er gerðs tölvuleiks sem ber nafnið America's Army.  Þessi leikur er þróaður fyrir skattpeninga og dreift endurgjaldslaust.  Á heimasíðu leiksins (sjá hér) eru hlekkir yfir á skráningarskrifstofur hersins, enda hafa þeir lýst leiknum sem "a cost-effective recruitment tool".

Markmiðið er nefnilega að sannfæra unglingana um að lífið í hernum sé spennandi, og fyrst það sé gaman að hlaupa um og skjóta mann og annan í tölvuleik, þá hljóti að vera enn meira gaman að gera það í alvörunni.

Í raunveruleikanum er hins vegar ekki hægt að bakka og sækja síðasta "saved game" þegar allt fer á versta veg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband