Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Snoop Dogg - fyrir ári síðan
Í dag, 26. apríl er slétt ár síðan hann var handtekinn á Heathrow flugvelli vegna óláta, þegar honum var meinaður aðgangur að VIP-stofu þar.
Sjö lögreglumenn slösuðust í sklagsmálunum, en síðan þá hefur honum verið bannað að koma til Bretlands og sömuleiðis er hann á svörtum lista hjá British Airways.
Með þessu áframhaldi fer ferðamöguleikum hans væntanlega að fækka verulega.
Púkanum stendur rétt svo á sama - tónlist þessa manns er nokkuð sem hann hlustar ekki á ótilneyddur og fólk sem hagar sér eins og erki-hálfvitar verður bara að taka afleiðingum gjörða sinna. Svo einfalt er það.
Snoop Dogg óvelkominn til Ástralíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.