Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Undirstöðuatvinnugreinar framtíðarinnar
Vel launuð störf sem krefjast góðrar menntunar - það er það sem Púkinn vill sjá, en þó eru nokkrir gallar á gjöf Njarðar.
Vandamálið er að íslenska menntakerfið er ekki að skila þeim fjölda sem þyrfti til að viðhalda vextinum í þessum greinum, þannig að allnokkur samkeppni er nú þegar um starfsmenn og það ástand virðist ekki fara batnandi.
Til að þær atvinnugreinar sem byggja á hugviti og menntun geti fengið nægjanlega marga hæfa einstaklinga út úr skólakerfinu þarf að bæta ýmislegt, sér í lagi á neðri skólastigum, en það er efni í annan pistil.
Hvað efni fréttarinnar varðar, þá óskar Púkinn fjármálafyrirtækjunum til hamingju með góðan árangur, en viðhorf VG til þeirra er nú ein ástæða þess að "hægri-grænir" eins og Púkinn geta ekki með góðri samvisku stutt VG. Það er nefnilega ekkert að því að vera grænn en styðja samtímis uppbyggingu kerfis sem leyfir duglegum mönnum að græða.
![]() |
Yfir þúsund störf urðu til í fjármálastarfsemi á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.