Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Að búa til betra blogg
Á þeim tíma sem Púkinn hefur verið hér á blog.is, hefur hann rekið augun í nokkra hluti sem mætti lagfæra að hans mati.
Það má vera að ekki séu allir sammála, en vonandi komast einhverjar þessara ábendinga til skila.
Hverjar eru svo tillögurnar?
Skoðum fyrst bloggelítuna, en það er hinn handvaldi hópur 50-60 einstaklinga sem lenda í "Umræðunni". Þar eru margir góðir pennar, málefnalegir og skemmtilegir, en að sumu leyti er svolítið einhæft að sjá alltaf sömu einstaklingunum hampað á þennan hátt. Það mætti að skaðlausu stækka hópinn og auka þannig fjölbreytnina.
Í öðru lagi eru það bloggflokkarnir, en það mætti gjarnan endurskoða þá svolítið - Púkinn saknar þess að sjá ekki flokk eins og "Verslun og viðskipti" til dæmis.
Í þriðja lagi er það misnotkun fólks á aukaflokkakerfinu. Það eru allt of margir sem hafa þann leiða ávana að troða greinum sínum í flokka þar sem þær eiga alls ekki heima, og "ýta" þannig burt greinum þeirra sem reyna að sýna almenna kurteisi. Það er í raun engin ástæða til að leyfa meira en 2-3 aukaflokka.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:53 | Facebook
Athugasemdir
Púki, ég tek undir allt nema það síðast nefnda, ég er ekki smmála að hafa eigi færri aukaflokka, það yrði bara til þess að fleyrum greinum yrði hent þar út af greinum sem ekki ættu heima þar, hinsvegar er brín þörf kannski á að gera Ingvari og þeim köppum hjá Mbl.blog.is vart við óviðeigandi innsetningar þar, það væri til dæmis hægt að gera ef svona aðvörunar merki og hnappur eins og þeir eru búnir að setja við fréttablogg yrði sett á ALLAR færslur #Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt (ég er ekki hrifinn af þessum hnapp) en þá væri hægt að gera viðvart um þá aðila sem gera MIKIÐ af þessum óþarfa.
Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 17:21
Málið er bara það að ég á erfitt með að sjá fyrir mér grein sem raunverulega á heima í fleiri en 2-3 aukaflokkum. Ef þessi misnotkun væri takmörkuð væri auðveldara að forðast efni sem fólk hefur einfaldlega ekki áhuga á.
Púkinn, 26.4.2007 kl. 17:26
Vil bara bæta við að það er ábyggilega algengast að fólk geri mest af þessu þegar það er að byrja blogg, hefur kannski aldrei bloggað áður, veit að þannig var það með mig og má sjálfsagt bæta enn betur.
Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 17:29
Sorry, við höfum verið að setja Athugasemd inn á sama tíma.- Enn er ég ósammála.
Mér finnst vandamálið liggja verst í því þegar td. fólk er að setja færslu sem er td. um að mamma sín eða frændi hélt partí og þetta er svo sett í aukaflokk eins og td. Stjórnmál, eins ef bloggari er að segja sögur af sínu líferni og af sínum vinum og það er svo sett í aukaflokka eins og Sjónvarp-Kvikmyndir og Stjórmál þótt hvergi sé minnst á stjórnmál.
Ég held að þetta sé ekki svo mikið vandamál þótt færsla slæðist inn í "umdeilanlega" flokk, það getur verið að eitthvað í færslunni geri það að verkum að málið sé umdeilt í flokkinn, en það er þá varla neitt til að setja all á annan rendann.
Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 17:38
Sófus Árin, eitthvað hef ég ekki komið þessu nægilega vel til skila, sennilega,og jafnvel að ég hafi miskilið þetta atriði hjá Púkanum. Ég er ekki á móta að setja takmarkanir á það hversu marga aukaflokka ein færsla getur farið í, alsekki, styð það, 3 flokkar er yfirdrifið.
Ég var bara að meina að ég vildi ekki fækka flokkunum sjálfum.
Vonandi kemst þetta til skila, vegna þess einfaldlega að ég er hjartanlega sammála þessu. Hef sennilega misskilið Púkann í byrjun.
Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 10:00
Fyrirgefðu Sófús, að sjálfsögðu átti að standa Sófús Árni.
Sigfús Sigurþórsson., 27.4.2007 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.