Syngjandi salerni

Salernamenning Japana er svolítið sérstök.  Margir kannast við salerni með innbyggðum þvottabúnaði, sem senda vatnsbunu upp í loftið þegar notkun er lokið, enda hafa þau verið fáanleg hérlendis.

Japanska fyrirtækið Inax hefur hins vegar nýlega framleitt salerni með ýmsum athygliverðum nýjungum. 

Það á meðal má nefna upplýsta skál (mynd D), væntanlega til þess að karlmenn eigi auðveldara með að nota salernið í myrkri.

Að auki inniheldur salernið stereo-hátalara og MP3 spilara, sem kemur forhlaðinn með tónlist eftir Bach, Chopin og Mendelsohn (mynd A),

Einnig er sjálfvirkur setulyftibúnaður (mynd C).

Það sem Púkinn skilur hins vegar ekki er mynd B, en hún hlýtur að túlkast sem svo að salernið sé sérlega æluvænt.  Ætli einhverjum verði flökurt meðan þeir hlusta á Bach og gera sín stykki í upplýsta skál? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband