Föstudagur, 27. apríl 2007
Allir jafnir fyrir lögunum?
Enn einu sinni eru Íslendingar minntir á að ekki eru allir jafnir fyrir okkar lögum. Nú ma vel vera að einhverjar málefnalegar ástæður hafi verið fyrir þessari undantekningu, þegar umræddri stúlku var veittur ríkisborgararéttur, en Púkanum finnst undarleg lykt af þessu máli.
Þetta er sérstaklega undarlegt þegar hugsað er um 24-ára regluna, sem hefur hreinlega verið beitt til að stía fjölskyldum í sundur, en í þessu tilviki er tekið allt öðruvísi á málunum. Púkinn vill þó taka fram að hann hefur ekkert á móti umræddri stúlku - þekkir hana ekkert og þetta er vafalaust ágætis manneskja, hvort sem hún er tilvonandi tengdadóttir Jónínu eða ekki.
Púkanum finnst bara að þegar gerð er undantekning frá 7-ára reglunni beri mönnum skylda til að gera grein fyrir ástæðunum. Það er í sjálfu sér ekkrt nýtt að gerðar séu undantekningar frá þessari reglu - það hefur til dæmis verið gert svo tilteknir erlendir leikmenn gætu leikið með íslenska landsliðinu - það eru e.t.v. ekki allir sáttir við þá undantekningu, en það eru að minnsta kosti rök.
Hér eru engin rök - engin skýring, og þess vegna túlkar þjóðin þetta sem enn eitt dæmið um spillinguna.
Flokkurinn hennar Jónínu ætlar nú væntanlega að reyna að þegja þetta mál í hel og vonast til að kjósendur verði búnir að gleyma þessu öllu á kosningadag. Væntanlega verður þeim að ósk sinni, enda virðist minni kjósenda verulega lélegt.
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Þessu máli verður örugglega svarað á réttum vettvangi. Það hlýtur að vera skylda þess sem vann fréttina að útskýra fyrir alþjóð á hverju hann byggir fullyrðingu sína um að stúlkan hafi hlotið þetta með vafasömum hætti. Helgi Seljan, fv kosningastjóri Samfylkingarinnar í NA kjördæmi verður að útskýra sitt mál. Annars er hann einfaldlega að misnota aðstöðu sína sem dagskrárgerðarmaður. Held að hann sé ekki í blaðamannafélaginu. Tökum dæmi. Hann segir að útlendingastofnun hafi lagst eindregið gegn hennar umsókn. Málið er að Útlendingastofnun mælir ekki með neinni umsókninni, enda uppfylla þau ekki skilyrði hinna laganna. Þetta kýs kosningastjórinn að leggja fram með þessum hætti. Hann sagði líka í upphafi: ríkisborgararéttur er veittur ef menn uppfylla mjög strangar kröfur.
Er það ekki hans huglæga mat að það séu mjög strangar kröfur sem eru settar?
Gestur Guðjónsson, 27.4.2007 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.