Laugardagur, 28. apríl 2007
Teiknimyndasögur fyrir alla
Það ríkja ekki sömu viðhorf til myndasögublaða á Íslandi eins og í Japan, þar sem þær eru vinsælt lestrarefni meðal allra aldurshópa, en hér á landi virðast vinsældirnar takmarkaðri við yngri aldurshópa.
Séu þau blöð sem verða í boði í Nexus hins vegar þau sömu og þau sem eru í boði í Bandaríkjunum (sjá hér), þá er þar á meðal ýmislegt efni sem ætti að höfða til víðari hóps.
Púkinn á sjálfur reyndar oft leið í Nexus - ekki vegna teiknimyndasagnanna, heldur vegna bóka ("Fantasy" og "Science Fiction") og spila, en Nexus býður upp á mikið úrval borðspila og handbóka fyrir alls kyns hlutverkaleiki.
Með öðrum orðum - góð búð - gott mál.
Jóakim aðalönd gefins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:46 | Facebook
Athugasemdir
Gaman að þessu. Ég hef líka mjög gaman af myndskreyttum skáldsögum (graphic novels), og þá sérstaklega frá DC og Marvel. The Sandman eftir Neil Gaiman er það allrabesta sem ég hef komist í af þessari gerð bókmennta.
Hrannar Baldursson, 28.4.2007 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.