Novator og Novator

Púkinn var að leita á Netinu að upplýsingum um Novator og komst að því að þetta nafn er notað af mörgum mismundandi aðilum á mörgum mismunandi sviðum.

  • Novator KS-172 AAM-L er langdrægt rússneskt flugskeyti,  sem reyndar er ekki í framleiðslu sem stendur, en viðræður munu vera í gangi milli Rússlands og Indlands um sameiginlega þróun og framleiðslu þess.
  • Novator.com novator1er í eigu bandaríska fyrirtækisins Novator sem sérhæfir sig í útvistun hugbúnaðarlausna fyrir markaðssetningu á Netinu.
  • Novator.co.uk og Novator.is er í eigu fjárfestingafyrirtæki Björgólfs.
  • Novator.se er í eigu sænska fyrirtækisins Novator, sem sérhæfir sig í umhverfisvænni orku.
  • Novator er einnig nafn skips sem nú er statt undan strönd Norður-Noregs.  Hér má sjá hvar það er á hverri stundu.
  • Novator mun einnig vera nafn á krossviðarverksmiðju í Vologda héraði í Rússlandi, samkvæmt þessari vefsíðu.
  • Novator.nu er í eigu fyrirtækis sem virðist sérhæfa sig í að búa til göt.

Ætli það hafi aldrei orðið ruglingur vegna þessa?


mbl.is Novator selur 65% hlut í búlgörsku fjarskiptafélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband