Sunnudagur, 29. apríl 2007
Örkin hans ... Jóhanns?
Púkinn skilur ekki þá sem taka söguna í Biblíunni um syndaflóðið bókstaflega. Hvort sem í henni leynist eitthvað sannleikskorn eða ekki, þá er ætti öllum hugsandi mönnum að vera löngu orðið ljóst að hún getur einfaldlega ekki verið sönn í heild.
Samt, það er örlítill hópur fóllks í flestum löndum sem tekur hana trúanlega (og reyndar allstór hópur í Bandaríkjunum), fólk sem telur hvert einasta orð í Biblíunni vera bókstaflega satt og kýs að byggja líf sitt á þessum gömlu sögum í stað staðreynda.
Johan Huibers er einn þeirra, en nú nylega opnaði hann aðgang að líkani af örkinni sem er á stærð við þriggja hæða hús - um einn fimmti af því sem lýst er í biblíunni.
Það sem vekur athygli er að Johan er ekki bandarískur heldur hollenskur, en kannski er það ekki svo skrýtið þegar allt kemur til alls. Holland er jú eitt þeirra landa sem eru í hvað mestri hættu ef sjávarmál hækkar, þannig að öllu umfjöllum um flóð fær sennilega góðan hljómgrunn þar.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:40 | Facebook
Athugasemdir
Hoho. Snilld!
Sigurjón, 30.4.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.