Mánudagur, 30. apríl 2007
Enn og aftur um hjónabönd samkynhneigðra
Eins og Púkinn hefur oft sagt áður er hann hvorki trúaður né samkynhneigður, þannig að þessi umræða snertir hann ekki beint.
Það virðist hins vegar aðeins vera ein ásættanleg lausn á þessu máli til lengri tíma litið.
- Í fyrsta lagi verði borgaralegar hjónavígslur samkynhneigðra heimilaðar sem slíkar - ekki bara hálf-opinber athöfn til staðfestingar á samvist, heldur verði hlutirnir nefndir sínum réttu nöfnum. Sumir kirkjunnar menn munu gera athugasemdir við þetta, en staðreyndin er bara sú að það kemur þeim hreinlega ekki við.
- Í öðru lagi verði (eins og Siðmennt vill) þeim trúfélögum sem þess æskja veitt heimild til að gefa samkynhneigða saman í hjónaband.
Það er hins vegar ekki hægt að skylda trúfélög til að samþykkja og framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra. Trú byggir ekki á því sem rökrétt er, eða því sem samfélagið telur ásættanlegt á hverjum tíma, heldur alda- eða árþúsundagömlum skræðum sem voru samdar við allt aðrar aðstæður en við búum við í dag. Það verður ekki bæði sleppt og haldið - þeir sem kjósa að lifa eftir slíku geta ekki sveiflast til eins og vindhanar eftir því hvernig tíðarandinn blæs hverju sinni.
Og hvað eiga þeir samkynhneigðu að gera sem eru í þeirri stöðu að vera í trúfélagi sem ekki vill leyfa þeim að giftast? Er ekki augljósast að þeir viðurkenni að þeir séu á rangri hillu? Ef trúfélagið þeirra hafnar þeim eiga þeir að gera slíkt hð sama og segja sig úr því.
Trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:17 | Facebook
Athugasemdir
Sammála. Spurningin er ekki hvort kirkjan eigi að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Hún á að geta sett sér reglur sjálf.
Spurningin er frekar hvort kirkja sem getur ekki sinnt öllum þegnum landsins eigi að vera beintengd við ríkisstjórn þessa sama lands.
Kári Harðarson, 30.4.2007 kl. 11:34
Held bara að púkinn hafi hitt naglann á höfuðið!
Mofi, 30.4.2007 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.