Þriðjudagur, 1. maí 2007
1. maí - tímaskekkja?
Árið 1886 var 1. maí gangan haldin í fyrsta skipti. Það var í Chicago, en þar voru verkamenn að krefjast átta stunda vinnudags - krafa sem ekki náði fyllilega fram að ganga fyrr en 1938 þar í landi. Já, þetta var tími kúgaðs og undirokaðs verkalýðs.
Í dag virðist hins vegar skortur á verkalýð í 1. maí göngum. Nú er Púkinn ekki að segja að allir hafi það afbragðsgott, eins og sumir pólitíkusar vilja meina - nei, það eru hópar sem hafa það virkilega skítt og kröfum þess fólks er haldið á lofti í 1. maí göngunni.
Menn vekja athygli á gloppunum í velferðarkerfinu og því hvernig aldraðir og öryrkjar verða út undan, en göturnar eru ekki fullar af verkafólki - þeim sem "áttu" 1. maí gönguna í upphafi. Það sjást femínistar við hlið þroskaheftra, ásamt einstaka NATO-andstæðingum, en hvar er hinn kúgaði verkalýður? Er hann ekki til lengur?
Er 1. maí gjörsamlega búinn að glata hinum upphaflega tilgangi sínum og orðinn að almennum umkvörtunardegi þeirra sem hafa það ekki alveg nógu gott, meðan kúgaði verkalýðurinn samanstendur af innfluttum verkamönnum?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:49 | Facebook
Athugasemdir
En það er einmitt málið - þeir verkamenn eru ekki í kröfugöngunum...aðrir hafa yfirtekið þær.
Púkinn, 2.5.2007 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.