Hærri hiti - fleiri meindýr

Margvísleg óþægindi fylgja hlýnandi veðurfari undanfarinna ára.  Í þetta sinn er Púkinn ekki að hugsa um óþægindi skíðafólks á suðvesturhorninu vegna lokunar skíðasvæða, heldur þau óþægindi sem garðræktendur verða fyrir vegna þess að ýmis meindýr eiga nú möguleika á því að lifa af veturinn á Íslandi og fjölga sér.

Spánarsnigillinn sem myndin hér er af er eitt þessara meindýra, en hlýir vetur hafa líka gert það að verkum að grenilúsin þrífst vel, eins og sjá má á fjölda brúnna grenitrjáa á höfuðborgarsvæðinu.

Reyndar - fátt er svo með öllu illt ... ýmsar fuglategundir hafa einnig náð fótfestu vegna hlýnandi veðurs og grenilúsin mun víst vera á matseðli sumra þeirra - en því miður vill víst ekkert dýr éta Spánarsnigilinn.

Það eru hins vegar önnur jákvæðari áhrif fyrir áhugafólk um gróður og garðrækt - með hlýnandi veðurfari verður auðveldara að rækta ýmislegt eins og epla- og kirsuberjatré.  Munum við með þessu áframhaldi ef till vill sjá eikarskóga á Íslandi?


mbl.is Ekki verið heitara í Danmörku frá því á víkingaöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband